Vörur
Hvaða vörur get ég sett inn á vef Iceland Expo?
Allar vörur sem þú framleiðir sjálf(ur) í höndunum. Vefurinn er ætlaður íslensku handverksfólki, en ekki til kynningar á fjölda framleiddum vörum.
Hvaða upplýsingar á ég að setja með vörunum?
Þú setur þær upplýsingar sem þú vilt, t.d. almenna lýsingu, stærðir, liti og hvort hún sé ætluð dömum eða herrum.
Á ég að setja inn upplýsingar um verð?
Þú ræður því. Ef þú ætlar að selja, þá vill viðskiptavinurinn sennilega sjá verðið.
Hvað ef ég á engar myndir af vörunum mínum?
Umsjónarmenn Iceland Expo geta komið þér í samband við atvinnuljósmyndara sem tekur myndirnar fyrir þig gegn greiðslu.
Þarf ég að íhuga framsetningu á myndunum mínum?
Já, þú þarft að íhuga hana vel. Góð mynd selur vel, en slæm mynd getur haft letjandi áhrif á sölu.
Get ég fengið aðstoð við að stilla upp myndum og ljósmyndun í gegnum Iceland Expo?
Já, við hjá Iceland Expo bjóðum upp á slíka þjónustu gegn gjaldi.
Ef ég á mína eigin myndavél, get ég þá fengið aðgang að ljósmyndaveri gegnum Iceland Expo?
Já, Iceland Expo getur útvegað aðgang að ljósmyndaveri gegn gjaldi.
Hversu margar vörur get ég birt á vef Iceland Expo?
Þú getur sett inn ótakmarkaðan fjölda vara, en aðeins birt 15 vörur í einu. Þú getur því reglulega skipt út vörum þannig að gestir vefjarins sjái sífellt nýjar og nýjar vörur hjá þér, hafir þú fleiri en 15 til að sýna.
Eru einhver takmörk fyrir hve margar myndir ég get sett inn með vörum á vef Iceland Expo.
Já, áskriftarleiðin segir til um það. Í grunnáskriftarleiðinni, sem er ókeypis, er hægt að setja inn eina mynd með hverri vöru.