Algengar spurningar

Hér er hægt að finna svör við algengum spurningum er varða eftirtalda flokka.

Finnurðu ekki svar við spurningu þinni hér, sendu okkur þá póst í netfangið info@icelandexpo.is og við munum svara þér eins fljótt og nokkur kostur er.

Vefurinn

Hvernig verður vefurinn kynntur?

Hann verður kynntur og auglýstur eftir því sem efni og aðstæður leyfa.

Fyrir hverja er vefurinn?

Hann er fyrir íslenskt handverksfólk. Vefurinn er ekki ætlaður fyrir fjöldaframleiddar vörur né vörur framleiddar erlendis.

Hvað kostar að gerast þáttakandi á vefnum?

Grunnþjónustuleiðin er og verður ávallt ókeypis. Seinna meir verður fleiri þjónustuleiðum bætt við, en þær verða seldar í áskriftarformi. Nánari kynning á þessum þjónustuleiðum fer fram síðar.

Get ég hætt hvenær sem er?

Já, þú getur hætt hvenær sem þú vilt.